Fólk á fjöllum, fréttir & fróðleikur

Vertu memm!

Fjallanetið

Fjallanetið er hópur af fjalla og útvistarfólki sem að hefur ánægju og unnun af því að vera úti. Við höfum öll á einn eða annan hátt atvinnu af faginu hvort sem það er í kennslu, leiðsögn, hanna föt eða við annarskonar miðlun. Í hópnum eru einnig einstaklingar sem eru sérmenntaðir á sviði útivistagreina bæði innan leiðsögu greirans sem, upplifunar hönnun, skipulagningar og ferðamála.

 

Við leggjum metnað okkar í deila skemmtilegu og fræðandi efni með lesendum okkar, ásamt því að gefa innsýn í líf okkar. Hópurinn samanstendur af 15 ólíkum einstaklingum og því vonum við að allir finni eitthvað við sitt hæfi, en bloggin endurspegla svo sannarlega fjölbreytileika hópsins.

Síðan opnaði 31. Mars 2021 og stofnendur síðunnar eru þær Solla Sveinbjörnsdóttir (solla@fjallanetid.is ) og Vilborg Arna Gissurardóttir (vilborg@fjallanetid.is).

 

Fjallanetið er ekki ritstýrður miðill og hafa bloggarar fullt ritfrelsi. Höfundar Fjallanetsins hafa  fullt frelsi til þess að selja eða vinna færslur eða greinar í samstarf við fyrirtæki. Bloggarar heita því að merkja sérstaklega ef um gjafir, afslátt, greiðslu eða annað er að ræða. Upplýsingar um slíkt er á ábyrgð hvers og eins bloggara. Þá er hluti hópsins í eigin rekstri og kann að nýta síðuna til þess að kynna eigin vörur eða þjónustu. 

 

Fjallanetið selur auglýsingar til að standa undir kostnaði af rekstri síðunnar og áhugasamir geta haft samband við: info@fjallanetid.is