Ratar þú á fjöllum? GPS eða ekki?

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er sumarið svona í seinna fallinu þetta árið og því er ennþá nokkuð mikið af snjó á mörgum af helstu gönguleiðum á fjallabaki sem dæmi. Snjór þekur jörðu víða hvar og það getur þýtt að ef skyggni verður vont þarf að hafa sig allan við að rata aftur heim eða í næsta skála. Þeir sem hafa týnst eða orðið villtir held ég að allir geti verið sammála um að þeir vilja ekki lenda oft í því. Ef þú stefnir á til dæmis Fimmvörðuhálsinn eða Laugarveginn í sumar gætir þú haft gagn og gaman af þessum pistli.

Er úr eitt og sér nægilega áreiðanlegt til að rata á fjöllum ?

Við lifum á tímum tækniframfara og erum við nú mörg hver komin með hverskonar heilsu eða GPS úr um úlnliðinn. Því getum við mörg hver fylgst með hverju skrefi sem við göngum, trackað leiðir og fylgt leiðum sem við setjum í úrið og fleira í þeim dúr. Er úr eitt og sér nægilega áreiðanlegt til að rata á fjöllum ?

Það er jú vissulega alltaf mikilvægt að gera sér grein fyrir hvert ferðinni er heitið og taka svo ákvörðun um hvað skal hafa meðferðis hverju sinni til þess að rata.

Mikilvægt er þó alltaf að hafa eitthvað í bakhöndinni ef plön eða aðstæður skildu breytast á örskot stundu. Því segji ég alltaf að hafa backup fyrir rötunarbúnaðinn, hvort sem þú ætlar þér að rata með úri, síma, GPS eða korti og áttavita.

Úrið eitt og sér getur verið fínt til þess að fara með í styttri ferðir á fell og lægri fjöll, þar sem að við erum viss að þrátt fyrir að okkur seinki eða ef við þurfum að reiða okkur á úrið að það verði ekki batteríslaust. Mikilvægt er að þekkja hvernig maður notar úrið til að rata en hægt er að finna ýmis myndbönd á youtube sem dæmi um hvernig mismunandi úr virka. Yfirleitt erum við svo með símann til vara ef úrið skyldi deyja.

Ratar þú á fjöllum?
Ratar þú á fjöllum?
Ratar þú á fjöllum?

Síminn til að rata?

Jú flest okkar ganga um með síma í vasanum og flestir búa þeir yfir staðsetningar búnaði og stórum skjá sem gerir þá einkar hentuga til þess að skoða kort. Í dag eru mjög svo góð GPS forrit sem hægt er sækja í símana og nota til að rata. Forrit á borð við Gaia GPS, Avensa, Wikiloc, Fatmap og fleira.

Ég sjálf hef mjög góða reynslu af Gaia og nota það mjög mikið á fjöllum. Mér líður alltaf betur að vita af símanum sem back up fyrir úrið í styttri ferðum. Það góða við Gaia er að það virkar án þess að vera í netsambandi. Hægt er að hlaða inn GPX skrám í appið, til dæmis er hægt að finna leiðir í Wikiloc hlaða þeim niður og setja í símann áður en haldið er af stað. Mæli með að fikta sig áfram í appinu til að læra á allt það helsta sem það býr yfir

Nokkur ráð sem geta svo gert gæfu mun, það er að hafa hleðslubanka fyrir símann og síðan er fínt að hafa hand warmers í bakpokanum sem er þá hægt að nota til að hlýja símanum ef maður þarf að rata í vondu veðri og til að hlýja köldum puttum. Einnig er frábært að nota þessi forrit til þess að finna leiðir og trökk af landsvæðum sem þaður þekkir minna, ég nota t.d. fatmap og wikiloc mikið til þess.

Það sparar mér vinnu og tíma ef ég skyldi þurfa að reiða mig á kortið og áttavitann.

Hvenær á maður þá að taka fram GPS-ið, kortið og áttavitann?

GPS-ið tek ég með mér í allar lengri ferðir þar sem að ég gæti þurft að reiða mig á að ganga í lengri tíma í white-out eða lélegu skyggni, eða þegar ég er á leið í lengri leiðangra eða í nokkra daga ferðir fjarri byggðum. Kostir þess að nota GPS tæki er að hægt er að skipta um rafhlöður þegar þær tæmast. Einnig þolir GPS að hanga utan á bakpokum eða slíku og yfirleitt virka þau vel í kulda. Eitthvað sem síminn þolir illa.

Kortið og áttavitinn er síðan nánast alltaf með í bakpokanum í lengri ferðum og þá er mikilvægt að hafa þekkingu til að nota þann búnað. Einnig finnst mér persónuleg gott að vera búin að skrifa niður svokallað leiðarkort. Þá er ég búin að skrifa niður helstu punkta, stefnur, hækkun og lækkun svo eitthvað sé nefnt. Það sparar mér vinnu og tíma ef ég skyldi þurfa að reiða mig á kortið og áttavitann. Áttavitinn er einnig mjög góður aðstoðarmaður GPS tæksins og oft finnur maður rétta göngustefnu á GPS tækinu og notar svo áttavitann til að ganga eftir, því hann er mun meðfærilegri en GPS tækið.

Vissulega fleitir þessari tækni fram og hlutirnir þróast og breytast í takt við það. Ég mæli því með að kynna sér nýjungar í þessum fræðum eins og öðru. Mörg snjallsíma forrit eru til og mun fleiri en ég tala um hér að ofan. Því er alltaf mikilvægt að skoða hvað hentar hverjum og einum og mikilvægt að hafa alltaf eitthvað sem bakkar upp búnaðinn okkar ef við erum í lengri ferðum. Margir hverjir eru  einnig farnir að hafa svokallað inReach tæki með sér, það er í raun neyðarsendir, gervihnattarsími og GPS allt í einni græju, aðeins mismunandi eftir gerðum hvernig þau virka.

En eins og áður hefur komið fram mikilvægt að velja þessi tæki eins og önnur eftir því hvað maður þarf og nýtist manni best.

Sjáumst á fjöllum

Þið getið fylgt mér á samfélagsmiðlum @localicelander

Ratar þú á fjöllum?
Ansi oft sem að kvöldin enda svona í leiðöngrum