Pepp inn í skíða seasonið! First Ascents á Herðubreið og Öskju.

Það er fátt skemmtilegra en að horfa á góðar klifur og skíðamyndir og hvað þá þegar maður fær nýja sýn á heimafjöllin. Vorið 2019 mættu til landsins fyrrum heimsmeistarinn Ivica Kostelic og félagar hans; Matej Bradaškja, Miha Deisinger, Jan Podgornik og skelltu sér í tveggja vikna skíðaleiðangur á hálendið norðan Vatnajökuls. Þetta var slóvensk - króatískur leiðangur en Ivica er jafnframt giftur íslenskri konu og þekkir því landið vel. Þetta er alvöru leiðangur þar sem ferðast er um á skíðum með púlku í eftirdragi, campað undir fjöllunum og beðið eftir aðstæðum til þess að reyna við nýjar fjallaskíðaleiðir. Án þess að segja of mikið frá myndinni að þá er samt gaman að sjá þessi geggjuðu skot frá drottningu fjallanna í vetraraðstæðum.

Sjón er sögu ríkari!