Öræfaskólinn er fyrir alla sem hafa gaman að útivist eða langar að byrja að stunda hana, elska náttúruna og langar að kynnast henni betur og komast í spennandi leiðangra. Í Öræfaskóla síðasta sumars gengum við m.a. um Skaftafell, fórum á tvo jökla, gistum í Morsárdal og skoðuðum Kjós og Bæjarstaðaskóg.
Næsti Öræfaskóli er á dagskrá 5-8. ágúst og hefst námskeiðið í Skaftafelli. Verð fyrir nema er 79.900 og 89.900 fyrir aðra. Nánari upplýsingar um ferðina má finna á www.oraefaskolinn.is og á samfélagsmiðlum Öræfaskólans.
Ég hvet áhugasama lesendur til að skoða málið betur og vona að þið eigið viðburðaríkt úti-sumar.
Þið getið fylgst með okkur á samfélagsmiðlum @tindaborg og @oraefaskolinn