Óskrifaðar reglur

Það er ekki til nein reglubók um það hvernig við högum okkur á stígunum en ég er búin að leika mér nógu lengi á þeim til að læra að það eru nokkrar óskrifaðar reglur sem betra er að fara eftir.. Ég skal spara ykkur sporin (og nokkur óþægileg móment) og deila þeim.

Óskrifaðar stígareglur

 • EKKI HENDA rusli og passaðu vel upp á að missa ekki bréfin utan af orkunni þinni (gel, súkkulaði o.s.frv.). Ef þú sérð bréf á jörðinni – taktu það upp og stingdu í vasann. 
 • Berðu virðingu fyrir öðrum hlaupurum. Búum til pláss svo það sé auðvelt að mætast á stígnum. Sá sem er að hlaupa NIÐUR BREKKU á réttinn (það er erfiðara að stoppa á niðurleið)
 • Láttu vita af þér – segjum VINSTRI ef við komum aftan að öðrum og viljum komast framhjá og færum okkur til hægri ef hlaupari kemur aftan að okkur.
 • Stoppum fyrir hjólurum og hestum – það er erfiðara fyrir þá að færa sig af stígnum (við erum svo fim á fæti!)
 • Hægðu á þér eða taktu fram úr en EKKI hlaupa og anda ofan í hálsmálið á öðrum hlaupurum – enginn fílar hlaupahrella. 
 • Ef einhver er að taka fram úr þér.. EKKI GEFA Í akkurat á þeim tímapunkti!
 • Ef þú þarft að stoppa FÆRÐU ÞIG þá af stígnum en ekki blokka hann.
 • Ef þú ert að hlaupa í stórum hóp – skiptið ykkur þá í minni spjallhópa en ekki yfirtaka allan stíginn frá hægri til vinstri. 
 • Ef þú ert að hlusta á tónlist passaðu upp á að heyra ef einhver kallar VINSTRI (eða á hjálp)
 • Ekki keppa við aðra sem vita ekki að þú ert að keppa við þá.. kannski er hún/hann að taka rólegt hlaup svo hlauptu BARA ÞITT hlaup.
 • Brosum! Þetta á að vera gaman.. ekki satt?
Helga_hlaup
@Helgamaria

“Life was meant for good friends.. and great adventures“!

Sjáumst hress á hlaupum!

Partý ON,

Helga María

@Árstíðahlaup