Kjartan Long sigurvegari Bláfjallaþrautarinnar í Fjallaspjallinu

Kjartan Long er einn af öflugustu íþrottta-útivistarmönnum landsins og ein af mínum fyrirmyndum í þeim efnum. Það er ósjaldan sem ég spyr Kjartan að því hvað hann sé að æfa fyrir, hvernig, hvað hann borðar og ég veit ekki hvað og hvað. Það stendur svo sannarlega ekki á svörunum og óhætt að segja að hann sé heill hafsjór af fróðleik um þessi málefni og alltaf til í að deila og aðstoða.

Ég mæli svo sannarlega með þessu viðtali fyrir alla þá sem hafa áhuga á útivist, fjallaformi og æfingum.

Sprækur hópur eftir Jökulsárhlaupið
Kjartan fór í magnaða fjallahjólaferð til Nepal

Í þessum áttunda þætti af Fjallaspjallinu veltum við ýmsum hlutum fyrir okkur eins og hvað er heppilegt og þjálft nafn fyrir útivistar-íþróttir, hvaða leið er vænlegust til þess að ná langtima árangri og hvernig maður yfirvinnur keppnisóttann, hvað maður getur tekið út úr meiðslatímabilum.

 

Fyrsta snerting Kjartans við útivistina var í gegnum veiðar og þaðan lá leiðin inn í björgunarsveitirnar. Í dag vinnur hann samhliða starfi sínu hjá Byko hjá Ferðafélagi Íslands og stýrir þar náttúruhlaupahóp ásamt því að vera einn af þjálfurunum í hinu sívinsæla Landvættaprógrami. Ekki má gleyma því að hann er virkur í fjallamennskunni og leiðir ósjaldan hópa á tinda landsins.

Ég mæli svo sannarlega með þessu viðtali fyrir alla þá sem hafa áhuga á útivist, fjallaformi og æfingum.