Í þessum áttunda þætti af Fjallaspjallinu veltum við ýmsum hlutum fyrir okkur eins og hvað er heppilegt og þjálft nafn fyrir útivistar-íþróttir, hvaða leið er vænlegust til þess að ná langtima árangri og hvernig maður yfirvinnur keppnisóttann, hvað maður getur tekið út úr meiðslatímabilum.
Fyrsta snerting Kjartans við útivistina var í gegnum veiðar og þaðan lá leiðin inn í björgunarsveitirnar. Í dag vinnur hann samhliða starfi sínu hjá Byko hjá Ferðafélagi Íslands og stýrir þar náttúruhlaupahóp ásamt því að vera einn af þjálfurunum í hinu sívinsæla Landvættaprógrami. Ekki má gleyma því að hann er virkur í fjallamennskunni og leiðir ósjaldan hópa á tinda landsins.
Ég mæli svo sannarlega með þessu viðtali fyrir alla þá sem hafa áhuga á útivist, fjallaformi og æfingum.