Myndir fengnar af Facebooksíðu Chris Burkard

Hjóla yfir Ísland

Þann 1. apríl síðastliðinn fóru þau Chris Burkard, Rebecca Rusch og Angus Morton af stað í hjólaferð þvert yfir Ísland. Förinni var heitið frá Fljótum að Dyrahólaey á svokölluðum fatbike og er leiðangurinn óstuddur og þurfa þau því að hafa með sér allar vistir. Leiðin er tæplega 500 kilómetrar þvert yfir hálendi Íslands og því geta þau búist við allskonar veðri og aðstæðum.

Chris Burkard, Rebecca Rusch og Angus Morton fara á fatbike þvert yfir Ísland.

Hér að neðan má sjá leiðinni sem þau ætla sér að fara og eru þau nú þegar komin að Hallgrímsvörðu sem er staðsett á miðjum Sprengisandi, fólk er ekki sammála um hvort það sé í raun miðja Íslands eða ekki. En Fjórðungsalda hefur einnig verið kennd við miðju landsins. 

copyright: chrisburkard
Glacier Maruelno
copyright: chrisburkard
Rebecca Rusch
copyright: chrisburkard
Chris Burkard
copyright: chrisburkard
Angus Morton

Þið getið fylgst með gangi leiðangursins á samfélagsmiðlum þeirra þriggja. Þið finnið Chris Burkard undir @chrisburkard, Rebecca Rusch @rebeccarusch og Angus Morton eða @thatisgus á Instagram. 

Einnig er hægt að fylgjast með för þeirra hér https://share.garmin.com/RRusch og þar getið þið séð nákvæma staðsetningu þeirra hverju sinni. 

Þeir Benjamin Hardman @benjaminhardman, Þorsteinn Roy @thorsteinnroy, og Ryan Hill @_ryanhill_ fylgja þeim eftir og eru að taka upp ferðalagið. Þeir eru einnig duglegir að deila efni bakvið tjöldin á Instagram. Við eigum því einnig eftir að fá skemmtilega ferðasögu þegar leiðangrinum er lokið. 

Gleðilega páska, njótið páskaeggjana.