Hæ, Solla!

Hæ kæru lesendur Fjallanetsins! Ég heiti Sólveig Sveinbjörnsdóttir eða Solla Sveinbjörns eins og ég er oftast kölluð og er einn af stofnendum Fjallanetsins. Ég er 27 ára hornfirðingur og hef búið meirihluta ævinnar hér í fjallasælunni. Ég hef starfað sem jökla- og fjallaleiðsögumaður síðan 2013. Ég hef mikinn áhuga á fjallamennsku og útvist og ætli fjallaskíðinn og hjólið séu ekki mín helsta ástríða þessa stundina.

Ég er mjög virk á Instagram og þið getið fylgst með mér þar @localicelander

Ég er viðskiptafræðingur að mennt og rek mitt eigið fyrirtæki undir nafninu Local Icelander ásamt manninum mínum Guillaume. Ásamt því starfa ég sem verkefnastjóri yfir Fjallamennskunámi FAS, og sjúkraflutningakona í hlutastarfi. Maður á það til að halda mörgum boltum á lofti þegar maður býr í sveitinni (minni tími sem fer í umferð).

 

solla7
@localicelander
solla3
Solla Sveinbjörns
Skíða_solla
@localicelander

Ég er mjög virk á Instagram og þið getið fylgst með mér þar @localicelander, ég reyni að deila því sem ég hef fyrir stafni hverju sinni og þeim verkefnum sem ég er í.

Einnig held ég úti hlaðvarpsþættinum Fjallakastið og hvet ég ykkur til að setja það í eyrun í næstu fjallaferð eða við aksturinn.

Einnig held ég úti hlaðvarpsþættinum Fjallakastið

Ég er mjög spennt að byrja að blogga hér á Fjallanetinu og hlakka til að deila með ykkur, fjallaferðum, góðum ráðum, fallegum leiðum og fleira. 

Solla Sveinbjörns

Hjóla_Solla
mynd @skulipalmason