Hæ, Vilborg Arna!

Komið þið sæl og blessuð kæru lesendur, Vilborg Arna Gissurardóttir heiti ég uppalin að mestu leyti á mölinni en með vestfirskt hjarta enda fékk ég að eyða góðum hluta af æskuárunum á Rauðasandi og við Patreksfjörð. Útivistarfrelsun mína fékk ég á Hvannadalshnúk fyrir rétt um 20 árum síðan og hef síðan þá verið á ferð og flugi úti í náttúrunni. Ég segi stundum að minn besti skóli hafi verið að ljúka nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveitinni Ársæl og mun ég ævinlega vera þákklát fyrir þá vegferð. Á sama tíma byrjaði ég að starfa við leiðsögn fyrst meðfram háskólanámi og síðar stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki Tinda Travel sem sérhæfir sig í ævintýraferðum.

Í gegnum ferðaskrifstofuna mína Tinda Travel hef ég jafnframt fengið tækifæri til þess að ferðast með Íslendingum á fjölbreyttar slóðir.

Árið 2011 fór ég að fara í ýmsa leiðangra um heiminn og hef verið svo lánsöm að fá að heimsækja staði sem eru afar fáfarnir og framandi. Fjalla- og heimskautaferðamennska hefur átt hug minn og hjarta síðan allar götur síðan þá og á þessari vegferð hef ég einnig kynnst fjöldanum öllum af frábæru fólki bæði hérlendis og erlendis. Í gegnum ferðaskrifstofuna mína Tinda Travel hef ég jafnframt fengið tækifæri til þess að ferðast með Íslendingum á fjölbreyttar slóðir og get ekki beðið eftir því að við getum hafist aftur handa við þau störf.

Aðeins að tékka á þessu
Með Ales
Ama Dablam

Leiðangursmennskan opnaði einnig fyrir mér dyr inn í fyrirlestra og námskeiðaheiminn og í gegnum árin hef ég einnig heimsótt mörg fyrirtæki, skóla og félagasamtök og haldið bæði hvatningar fyrirlestra og markmiðanámskeið bæði hér á landi og erlendis. Það hefur verið góð reynsla í farteskið enda frábært að fá að miðla og jafnframt taka inn allskonar þekkingu.

Við erum hefðbundin samsett nútímafjölskylda og við eyðum miklum tíma saman í útivistinni.

 

Þessi misserin er ég búsett að mestu leyti í Slóveníu með manninum mínum,  Aleš Česen og tveimur stjúpsonum, klárlega  mesta happ lífs míns að græða þessa gullmola inn í líf mitt.  Við erum hefðbundin samsett nútímafjölskylda og við eyðum miklum tíma saman í útivistinni.

Ég er menntaður ferðamálafræðingur, með MBA gráðu og diploma í markþjálfun. Frábær blanda sem hefur reynst vel í verkefnum síðustu ára.

Ég hlakka til þess að byggja upp Fjallanetið með ykkur og ekki hika við að senda línu. 

   – Vilborg Arna

Skólaleikfimi í "lockdowni"