Þessi misserin er ég búsett að mestu leyti í Slóveníu með manninum mínum, Aleš Česen og tveimur stjúpsonum, klárlega mesta happ lífs míns að græða þessa gullmola inn í líf mitt. Við erum hefðbundin samsett nútímafjölskylda og við eyðum miklum tíma saman í útivistinni.
Ég er menntaður ferðamálafræðingur, með MBA gráðu og diploma í markþjálfun. Frábær blanda sem hefur reynst vel í verkefnum síðustu ára.
Ég hlakka til þess að byggja upp Fjallanetið með ykkur og ekki hika við að senda línu.
– Vilborg Arna