Fólk á fjöllum, fréttir & fróðleikur

Vertu memm!

Hæ, Rakel Ósk!

Halló,

Ég heiti Rakel Ósk og bý á norðurlandi. Áhugi minn á fjöllum vaknaði sem barn en fjölskyldan mín ferðaðist mikið um landið og þurfti pabbi að leggja mikið á sig til að fræða mig um fjöllin og vera skrefi á undan spurningunum mínum. Fjallamennskuferillinn byrjar einnig snemma og skýtur rótum í kletta- og ísklifur, almenna fjallamennsku og fjallaskíðamennsku sem á hug minn allan í dag. Einnig stunda ég fjallahjól af kappi og er ég að fóta mig áfram í hlaupum. Ég hef starfað meira og minna við fjallaleiðsögn í rúman áratug og þá við jökla- og fjallaskíðaleiðsögn en ég kenni einnig allskyns fjallamennskunámskeið. Þegar ég er ekki að fjallast er ég að drekka kaffi, lesa mér til um afrek og ævintýr í fjallaheiminum eða skoða skíði á netinu.

Ég vonast til að geta deilt einhverju skemmtilegu og gagnlegu efni en Fjallanetið er frábær vettvangur til að fá upplýsingar, heyra góðar sögur og fá kveikju að næsta fjallaverkefni.

Sjáumst á fjöllum!