Hæ, Helga María!

Ég heiti Helga María (oft kölluð Helga Fjalló). Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en hef varið meiri hluta síðustu 20 ára á ferð og flugi bæði á Íslandi og erlendis. Mín uppáhalds útivist í dag eru náttúruhlaup, skíðun, fjallahjól og fjallgöngur. Ég elska að vera utandyra og líf mitt snýst að miklum hluta um útivist þar sem ég starfa sem leiðsögukona og náttúruhlaupaþjálfari. Einnig starfa ég við skipulag ævintýraferða, hlaupaæfinga og hlaupakeppna.

Ég elska að vera utandyra og líf mitt snýst að miklum hluta um útivist þar sem ég starfa sem leiðsögukona og náttúruhlaupaþjálfari.

Ég á eina dóttur – Alexöndru (Alex) og lítinn hvítan hund sem heitir Ísir.

Ég er með B.Sc gráðu í Náttúrulandfræði og M.Sc gráðu í Jöklafræði.

Ég hef starfað fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn frá árinu 2008 og síðustu ár hef ég starfað við skipulag og þjálfun hjá Náttúruhlaupum

Ég er formaður Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG); félag sem hefur það meginmarkmið að auka öryggi og fagmennsku á fjöllum og jöklum landsins. 

HelgaMaria
@helgafjallo
Helga_Skíði

Það sem mér finnst gaman að gera:

 • Mér finnst gaman að hreyfa mig
  • Er multi sportisti (er ekkert rosalega góð í neinu en er ágæt í mörgu)
 • Mér finnst gaman að leiðsegja, kenna, þjálfa og deila reynslu 
  • Frábært ef ég get sparað einhverjum sporin í átt að sínum markmiðum.
 • Mér finnst gaman að ferðast um fallegu jörðina okkar
  • Hef komið til yfir 50 landa
 • Mér finnst gaman að læra eitthvað nýtt og er alltaf að skrá mig á einhver námskeið
  • Er t.d með diploma í einkaþjálfun, yogaþjálfun, hlaupaþjálfun ofl
 • Mér finnst gaman spjalla og kynnast nýju fólki
  • Finnst ekkert skemmtilegra en að hafa gaman og hlæja með góðu fólki (og það vill svo vel til að það er ekki leiðinlegt fólk í útivist)
 • Mér finnst gaman að skipuleggja ferðir og ævintýri
  • Finnst það svo gaman að ég geri það bæði í vinnu- og í frítímanum mínum
 • Mér finnst gaman að spá í útivistargræjum og búnaði
  • Gæti líklega opnað búnaðarleigu

Þið finnið mig á Instagram undir @helgafjallo

Ég ætla að skrifa um hitt og þetta sem mér dettur í hug og tengist útivist, ævintýrum, æfingum, heilsu og útivistarbúnaði.

Ég er virk á Instragram þar sem ég set inn myndir frá mínu ferðabrasi og ykkur er velkomið að fylgjast með mér þar (og vonandi fá hugmyndir af ævintýrum). 

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða pælingar sem þið viljið að ég skrifi um endilega sendið mér skilaboð á Instagram @helgafjallo

Sjáumst úti!

Kveðja,

Helga María

@GummiSt