Aftur að hlaðvarpinu sem ég var að minnast á við ykkur. Þetta er án efa eitt besta podkastið fyrir þá sem vilja ná lengra í fjallamennsku, fjallahlaupum, fjallaskíðum og klifri. Það er tekið á öllum þáttum s.s. Ofþjálfun, hraðaþjálfun, andlega þættinum og svo er fullt af góðum sögum frá reynsluboltum úr bransanum sem gaman er að hlusta á.
Ég hlusta oft þegar ég er annað hvort að elda eða taka rólegar æfingar og þá finnst mér ég vera gera sérstaklega gott mót þegar ég er bæði að æfa og læra eitthvað fróðlegt! Ég kann því líka vel að hlusta á fólk sem talar hreint út og hef fengið betri skilning á ýmsu sem hefur kannski staðið í vegi fyrir því að ég hafi náð ákveðnum árangri o.s.frv.
Þetta er ekki bara fyrir þá sem vilja leggjast í lengri ferðir eða á há fjöll heldur er þetta líka stórgott fyrir metnaðarfulla “weekend warriors” og þá sem taka þátt í almennings mótum eða langar að stunda góðar æfingar meðfram fjallaprógrömum.
Hér er frábæra vefsíðan þeirra: https://uphillathlete.com/
Og podkastið góða: https://open.spotify.com/show/2ISHjPD8PFIIxbNMgpX7df
Svo eru nokkrir stórgóðir þættir úr hinum ýmsu áttum sem ég hef hlustað á og lært mikið af sem ég segi ykkur betur frá síðar.
Yfir og út!