Fjallkonur Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Það er alltaf gaman að rifja upp gamlar ferðir og einstaklega gaman að skoða gamlar ferðamyndir, m.a. gaman að sjá hvað búnaðurinn og tískan hefur breyst! Hérna eru nokkrar myndir frá árunum 2009-2010 en þá buðu Íslenskir Fjallaleiðsögumenn upp á gönguhóp fyrir konur sem kallaðist Fjallkonur.

Fjallkonur á fjöllum

Hópurinn Fjallkonur var með það loka takmark að toppa Hvannadalshnúk á Kvennréttindadaginn 19. júní en hóparnir fóru saman í margar æfingarferðir mánuðina fyrir. Meðal annars fóru þær á öskusvartan Sólheimajökul árið 2010 þegar Eyjafjallajökulsgosið stóð sem hæst.

Flestar konurnar voru að stíga í fyrsta skipti á hæsta tind Íslands og gerðu sumar það í kjólum og í einum hópnum var golfkylfa með í för! Alltaf ríkti mikil gleði í þessum hópum og það var mikil samstaða hjá konunum sem allar héldu með hvor annarri.

Það er alltaf gaman á fjöllum en það er eitthvað alveg sérstakt við það að vera í konuhóp á fjöllum! Konur upplifa oft extra vel friðinn, öryggið og styrkinn sem fyllir sálina á fjöllum. 

Öll leiðsögn og skipulag var í umsjón reyndra fjallaleiðsögukvenna og var Anna Lára yfirleiðsögumaður árið 2009 og Helga María árið 2010.

Myndir eru úr safni Helgu Maríu og koma frá ýmsum ljósmyndurum en þó aðallega ljósmyndaranum Silju Rut.

Hér má lesa fréttir af þessu framtaki

Fjallkonur í fréttum

Fjallkonur í fréttum

 

Áfram konur á fjöllum!

 

Sjáumst hress á fjöllum!

Partý ON,

Helga María

 

@Með Eyjafjallajökulsgosið í bakgrunni