Fólk á fjöllum, fréttir & fróðleikur

Vertu memm!

Fjallaskíði, fyrstu kaup.

Fjallaskíði, hvar á maður að byrja?

Það er vissulega margt sem þarf að huga að þegar maður ætlar að fara að skoða fjallaskíði og jafnvel fjárfesta í slíkum búnaði.

En ætli sé ekki mikilvægast að byrja á öryggisbúnaðnum, allir sem ætla sér að stunda fjallaskíði, splitboard eða ferðast í snæviþökktu umhverfi þurfa að eiga snjóflóðaþrenningu og kunna að nota hana.

Snjóflóðaþrenning stendur fyrir ýli, skóflu og stöng.

Mikilvægast af öllu er síðan að sækja sér þjálfun og læra að lesa landslagið og hætturnar til að lenda ekki í snjóflóðaaðstæðum. Þar skiptir leiðarval, mat á hættu og það hvernig við vinnu úr þeim upplýsingum sem við höfum miklu máli, t.d. hvernig veðurspá og snjólög eru á svæðinu

Mikilvægast af öllu er síðan að sækja sér þjálfun og læra að lesa landslagið og hætturnar til að lenda ekki í snjóflóðaaðstæðum.

Fjallaskíði, það sem þarf fyrst og fremst að pæla í að mínu mati er að kaupa skíði sem henta í það sem þú ert að fara nota þau. Ætli það séu ekki skíði sem henta vel í íslenskar aðstæður sem þýðir að þau verða virka ágætlega í harðfenni, því ef við erum hreinskilin þá er það ansi oft staðan.

Svo þarf að hugsa hvort maður vill fara hratt upp eða hratt niður og þá velja annað hvort létt skíði eða þyngri skíði sem að geta þá skíðað meira „agresívt“.

Þættir sem við viljum horfa eftir eru þyngd, breidd, rocker, camber, stífleiki og radíus. Síðan eru það auðvitað bindingar og skórnir.

Solla_skíði
Skíðadót
Skíða_Solla

Byrjum á þyngdinni, þar getur ýmislegt ráðið för. Þú vilt ekki að fjallaskíðinn séu of þung því þú þarft að labba með þau undir fótunum upp. Oft er talað um að því léttari því auðveldara á leiðinni upp, en það getur jafnframt bitnað á skemmtun og gæðum á leiðinni niður ef þau eru mjög létt, þá er erfiðara að skíða niður og eiga þau til að víbra mikið og krefjast mun betri skíðatækni til að komast öruglega niður.

Hvernig getum við sparað þyngd? Til dæmis með vali á léttum bindingum, skóm og síðan því sem fer í bakpokann, þó svo við viljum ekki spara þyngd í skóflu og stöng (öryggi okkar er mikilvægt).

Breidd, skíði koma nú orðið í mörgum breidda, yfirleitt því mjórri því betri í hörðu færi, getur notað kantana betur. Því breiðari því betur fljóta þau í mjúkum snjó, en því erfiðara getur verið að halda kanti í hörðu sérstaklega ef þau eru með mikin rocker. Ég persónulega horfi í svona ekki mikið breiðara en 110mm undir fót fyrir Ísland, flestir sem eru að kaupa fjallaskíði hérlendis kaupa svona í kringum 100mm (90-100).

 

Rocker og Camber, hér að neðan er góð mynd sé útskýrir muninn nokkuð vel.

Algengast er að fólk sé að skoða skíði sem eru númer 2 eða 3 á myndinni. Það eru svona yfirleitt það sem þú finnur í því sem kallað er all-mountain skíðum. Það sem camber gerir er að hjálpa þér að halda köntunum þegar þú þarft á þeim að halda, einnig hjálpar það til að stjórna beygjunni og gefa þér kraft. Rocker hjálpar þér svo að skíða í mjúku færi og gerir skíðinn það sem við köllum smá „playful“ eða skemmtileg. Algengt er að velja camber with front rocker skíði en það myndi flokkast sem mjög fjölhæf skíði sem henta í margt. En svo er auðvitað valið mjög mismunandi hjá fólki eftir því hvernig það skíðar, þeir sem fýla að vera mikið að stökkva „park rats“ þeir myndu kannski velja full rocker [zero camber], þá er skíði orðið frekar mjúkt yfirleitt og ekki mikið af köntum sem geta gripið á vondum tíma.

Reverse camber væri svo orðið bananaskíði sem henta mjög vel í miklu púðri sem við sjáum kannski ekki oft hér á landi.

Mynd af google
Mynd: Uppruni óþekktur

Stífleikinn, því stífari því stöðugari og móttæklegri og halda kantinu vel. Skíði geta þó verið of stíf og þá getur ver erfitt að ná því úr einni beygju í aðra og að halda stjórn. Stífari skíði þola meiri hraða. Því mýkri sem skíðin eru því meira playful og hægt að gera fleiri „trick“ og þá er oft auðveldara að beygja, en jafnframt þegar skíðinn verða of mjúk geta verið erfitt að stjórna þeim sérstaklega á miklum hraða, þá eiga þau til að halda trommutónleika.

Millivegurinn er yfirleitt bestur hér.

Radíus, fyrir þá sem eru mikið að skíða þá horfir fólk oft í radius á beygjunni sem skíðið er gert fyrir, því minni reynslu sem þú hefur því minni radius viltu hafa, því þá þarftu yfirleitt meiri hraða og stærri breygjur til að stjórna skíðunum. Því minni beygju radius því auðveldara að beygja og smærri beygur, kemst upp með að skíða hægar og taka minni beygjur

Minni en 16m– eru litlar carving beygjur og og eru all mountain skis í kringum 16m og uppúr

17-22m– miðlungs beygjur – all mountain (getur oft skíðað litlar og stórar í 17-19°)

Meira en 22m– langar, hraðar, púður skíði, má segja ef þú vilt skíða frekar beint og fáar beyjgur þá ferðu þanngað.

Mun svo skrifa um fjallaskíðabindingar og fjallaskíðaskó fljótlega.

Hafa ber þó í huga að þetta eru bara hlutir sem þið getið pælt í og ekki endilega allir sammála um hvernig skíði skal velja og því er alltaf best að vera vel upplýstur og taka ákvörðun út frá því. 

Sjáumst úti!

Solla Sveinbjörns

Þið getið svo alltaf fylgst með mér á Instagram @localicelander