Siggi hefur ekki einungis verið að ferðast á gönguskíðum en hann hefur mikla ánægju af hvers kyns fjallabrölti hvort sem það er ís- eða klettaklifur eða fjallgöngur að elta kindur eða ekki.
Siggi hefur einnig starfað sem fjallamennskukennari og leiðbeinandi ásamt leiðsögn um nokkuð langt skeið og er hann núna í mastersnámi í Jarðeðlisfræði.
Í þessum þætti ræddum við að gönguskíðaleiðangra, undirbúning og ýmislegt fleira. En þar sem að slíkir leiðangrar virðast vera á plönum hjá mörgum, getur þessi þáttur vafalaust komið að gagni fyrir einhverja.