Þeir sem eru meðlimir í FÍ ung fá ferðir á sérstökum afsláttarkjörum og það verður að segjast að þau eru ansi góð. Ýmsar ferðir verða á dagskránni í sumar svo sem hinn klassíski Fimmvörðuháls, gönguferðir á fell og fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar og fyrir þá sem vilja láta reyna á klifurhæfileika sína verður boðið upp á spennandi ævintýraferðir í Öræfin þar sem gripið verður í kletta og ísinn hamraður undir leiðsögn reyndra klifrara.
Við hvetjum alla áhugasama til þess að kynna sér málið, reima á sig skóna og drífa sig út!