Austurland falin fjallaskíðaperla

Austfirsku alparnir bera svo sannarlega nafn með rentu. Eftir ferðalög um alla Evrópu í leit að bestu brekkunum eru Austfirsku alparnir ennþá með þeim efstu á listanum. Það er eitthvað við þessi tignarlegu fjöll og sjávarsýn, sem dregur mann að.

Ég skrifaði nýlega grein um austfirsku alpana fyrir www.austurland.is meira um austurland og fjallaskíði hér að neðan.

Fjallaskíði eru upplifun

Fjallaskíði hafa undanfarið verið að riðja sér til rúms hérlendis og má segja að Austurland sé „ókönnuð“ fjallaskíðaparadís íslendinga. Aðgengi að snjónum gerist þó ekki mikið betra, bæði er hægt að aka langt uppí hæð hvort sem það er í Oddsskarði eða Stafdal svo eitthvað sé nefnt og aðgengi í flottar brekkur og langar leiðir sem oft enda niður við sjó eru að finna á víð og dreif á þessu landshorni.

Þegar fer að vora og daginn fer að lengja vaknar þrá innra með manni að eyða tíma úti, með hækkandi sól og fallegu sólsetri sem baða fjöllinn er fátt sem toppar góðan dag á fjallaskíðum í góðum aðstæðum og liðast niður silkimjúkar brekkurnar.

Skíða_Solla
Reyðafjörður í baksýn
Svartafjall
Á toppi Svartafjalls
Skíða_solla
Skíðað í Bagaldsbotnum

Í greininni fór ég yfir hvað þarf að hafa í huga þegar ferðast er um á fjallaskíðum sem og hugmynd af skemmtilegum degi á fjallaskíðum á austurlandi.

Hefjum daginn á að keyra upp í Oddsskarð. Ef skíðasvæðið er opið er svo hægt að kaupa lyftupassa, til að nýta daginn sem best og jafnvel byrja á því að taka nokkrar ferðir í lyftunni til að hita upp.

Því næst er förinni heitið að túra eða skinna eins og það er oft kallað á útlenskaðri íslensku. Lesið meira hver ég mæli með að þið farið að túra frá Oddsskarði hér https://austurland.is/austfirsku-alparnir-falin-fjallaskidaperla/

Góða skemmtun á fjallskíðum á Austurlandi, ef þú hefur áhuga á að fylgjast með ævintýrum mínum og fjallaskíðaferðum getur þú fylgst með á instagram @localicelander.

Goðatindur í fjarska
Ekki leiðinlegt að enda daginn hér