Fjallaskíði hafa undanfarið verið að riðja sér til rúms hérlendis og má segja að Austurland sé „ókönnuð“ fjallaskíðaparadís íslendinga. Aðgengi að snjónum gerist þó ekki mikið betra, bæði er hægt að aka langt uppí hæð hvort sem það er í Oddsskarði eða Stafdal svo eitthvað sé nefnt og aðgengi í flottar brekkur og langar leiðir sem oft enda niður við sjó eru að finna á víð og dreif á þessu landshorni.
Þegar fer að vora og daginn fer að lengja vaknar þrá innra með manni að eyða tíma úti, með hækkandi sól og fallegu sólsetri sem baða fjöllinn er fátt sem toppar góðan dag á fjallaskíðum í góðum aðstæðum og liðast niður silkimjúkar brekkurnar.