Myndir fengnar af heimasíðu leiðangursins www.arctic12.com

Arctic 12 – leiðangur

Í byrjun apríl lögðu tveir IFMGA leiðsögumenn, þau Erin Smart og Benjamin Ribeyre og 2 atvinnuskíðamenn þau Jackie Paso og Reine Barkered af stað í leiðangur. Leiðangurinn gengur undir nafninu Arctic 12 og stefnan er sett á að toppa 12 hæstu tinda Svíþjóðar sem allir fara yfir 2000 metra. Þau koma til með að ganga einnig á milli þeirra og bera vistir með sér, rúmlega 330 kílómetra leið. Með í för er einnig kvikmyndatökumaðurinn Martin Olson. Ég hef mikið dálæti af því að fylgjast með slíkum leiðöngrum og hlakka ég mikið til að fylgjast með þeim.

Leiðangurinn gengur undir nafninu Arctic 12 og stefnan er sett á að toppa 12 hæstu tinda Svíþjóðar og ganga á milli þeirra.

Ferðin hefst í Kvikkjokk og stefna þau á að ganga í gegnum tvo þjóðgarða Sarek og Stora Sjöfallets og enda svo í Nikkaluokta. Þetta gerir um 340 kílómetra leið í heildina með tindunum. Ferðalagið á milli tinda ef þeir eru ekki taldir með eru um 218 kílómetrar. Lengsta samfellda skíðabrekkan erum 1550 metrar. Hægt er að fylgjast með hvar þau eru stödd á síðunni þeirra og sjá live GPS stöðu þeirra hér

Jackie Paaso
ReineBarkered

Hópurinn er mjög flottur og hef ég verið mikil aðdáandi bæði Jackie og Reine. Jackie Paaso hefur keppt 11 sinnum í Freeride World Tour (FWT). Reine hefur einnig keppt í FWT yfir 12 ára tímabil, en þau eru einnig hjón og hafa því verið samferðamenn í FWT. 

Ásamt þeim eru hjónin Erin Smart og Benjamin Ribeyre sem eru IFMGA leiðsögumenn og búa þau í La Grave þar sem þau leiðsegja mikið á skíðum. 

Erin Smart
BenjaminRibeyre
Martin Olson

Martin Olson er svo ljósmyndari og kvikmyndatökumaður sem er með í för og tekur upp ferðalagið og söguna og því munum við vafalaust sjá meira um þetta ferðalag. 

Ég mæli hiklaust með að þið fylgist með þessum skemmtilega leiðangri. Ég veit allavegana að ég mun fylgjast með á samfélagsmiðlum. Þau eru nú þegar búin að fara á allavegana tvo tinda og dágóða vegalengd á heimasíðunni þeirra er einnig að finna blogg um hvern dag og getið þið fylgst með þar líka.

En þið getið einnig ýtt á IG logoið fyrir neðan eða við hliðiná hverri mynd til að finna þeirra persónulega aðganga og fylgst með þar.

Þið getið fylgt mér á Instagram @localicelander. Sjáumst á fjöllum! 

Solla Sveinbjörns