Anna Svavars í Fjallaspjallinu

Anna Svarsdóttir er vægast sagt mögnuð kona sem náði að snúa súrri stöðu upp í stórkostlegan sigur. Hún er alin upp á Drumboddsstöðum sem hefur lengi verið ein helsta miðstöð fljótasiglinga eða river rafting eins og það kallast á ensku. Í einni ævintýraferðinni til Nepal lenti hún í óhappi á öxl sem varð til þess að hún snéri sér að fjallamennsku. Anna réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og í þessum þætti af Fjallaspjallinu segir hún okkur allt um það hvernig allt ferlið skilaði henni á tind Cho Oyu og þar með varð hún fyrsta íslenska konan til þess að standa á 8000m tindi.

...þar með varð hún fyrsta íslenska konan til þess að standa á 8000m tindi.

Á tindi Cho Oyu 2003
Í hliðum Manaslu 2014

Hún lét ekki þar við sitja heldur hefur einnig staðið á tindi Manaslu sem er áttunda hæsta fjall jarðar. Það kostaði tvær atlögur að fjallinu og þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum talsverð meiðsli rétt fyrir brottför náði hún tindinum haustið 2014.

Þetta er mögnuð frásögn og mikill innblástur fyrir okkur öll. Ég man sjálf vel eftir þessu afreki sem átti sér stað árið 2003 en þá var ég að stíga mín fyrstu skref í fjallamennsku. Þetta var mér mikil hvatning til þess að læra meira og gaf mér mikinn eldmóð á þeim tíma.

Hver elskar ekki góðar ferðasögur?

Fjallaspjallið er í boði bæði í lifandi formi á Youtube sem og beint í eyrun á öllum helstu hlaðvarpsveitunum.

.

Á Manaslu