Aðrir covid páskar

Það er kannski smá skrítið að vera fara í páskafrí annað árið í röð og öll skíðasvæði eru lokuð?

Það er allavegana rík hefð hjá mörgum íslendingum að fara á skíði um páskana og því líklegast óhefðbundnir páskar í vændum hjá mörgum, en það er svo sem ekki við öðru að búast á þessum óhefðbundnum tímum.

Við tókum saman nokkrar hugmyndir af því sem mögulega er hægt að gera um páskana.

Fjallahjól
Fjallahjólreiðar eru alltaf skemmtilegar
Hægt að skoða eldgos í Geldingadölum
Fjallaskíði
Það er hægt að fara á Fjallaskíði

Skoða eldgosið í Geldingadölum – hægt að ganga þar ef veður og aðstæður leyfa. Sjá meira um hvað þarf að hafa í hugsa fyrir slíka ferð hér.

 

Fara á fjallaskíði í góðum hópi samt ekki stærri en 10 og auðvitað passa tveggja metra regluna, þá er upplagt að fara einhversstaðar þar sem þarf að ganga í línu sem dæmi, þá eru allavegana 7-10 metrar á milli manna.

 

Fela páskaegg í garðinum og gera skemmtilegan páskaeggjaratleik, jafnvel hægt að taka það skrefinu lengra með t.d. GPS æfingum eða þá korti og áttavita ef fólk vill taka þetta alla leið

 

Ferðast innanhús er auðvitað eitthvað sem við erum öll orðin frekar góð í eftir síðastliðið ár og þá gæti t.d. verið sniðugt að lesa Fjallanetið og borða páskaegg.

 

Kíkja og skoða nýjar fjallahjólaleiðir í þínu umhverfi ef snjóalög og aðstæður leyfa ferðir til hjólreiða.

Elgos í Geldingadölum
Njóta þess að sjá nýtt land verða til. Mynd @localicelander

Eins og þið lesið hér að ofan er nóg hægt að gera þrátt fyrir samkomutakmarkanir og oft þarf ekki að gera mikið til að eiga góðan dag úti með fólkinu sínu. Gott nesti og smá útivera getur verið allt sem þarf.

Gleðilega páska og hafið það gott kæru lesendur.