Það er líka frábært að geta haft beddingið lokaða en samt með góða einangrun fyrir bossann á meðan maður gerir allt klárt í tjaldinu. Pokarnir eru ekki ætlaðir til svefns en auðvitað er hægt að tylla efri partinum af pokanum yfir sig ef það er kalt eða jafnvel einhver leki, annars geymi ég efripartinn bara snyrtilega rúlluðum við hliðina á dýnunni.
Eitt af því sem mér finnst frábært við að nota kerfið fyrir utan þægindi og tímasparnað er að pokinn fær að lofta yfir daginn og því safnast síður raki í hann. Ef það er væta úti og hætta á að það blotni í gegn (pokarnir eru vatnsheldir upp að vissu marki) að þá set ég Arctic Bedding-ið ofan í púlkupokann minn til vara. Svo til vara vara að þá eru það gömlu góðu svörtu ruslapokarnir en flestir sem ferðast á Íslandi þekkja þau trix.